Breyting á samþykkt – tillaga 2024-03-19

  1. grein samþykktar U3A Reykavík:

Stjórn samtakanna skal skipuð sjö mönnum og tveimur varamönnum.

Formaður skal kosinn til eins árs í senn og skal að hámarki gegna embætti formanns í þrjú kjörtímabil. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn og sitja að hámarki tvö kjörtímabil.

Kosið er um helming stjórnar hvert ár til þess að tryggja samfellu. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

Stjórnin mótar stefnu samtakanna, skipuleggur starfið, annast daglegan rekstur og samræmingu og hefur umsjón með að upplýsingamiðlun sé nægileg innan samtakanna og milli hópa. Stjórnin getur haft frumkvæði að stofnun hópa. Stjórnin ber ábyrgð á útgáfumálum, þ.m.t. heimasíðu samtakanna og kynningu samtakanna. Einnig hefur stjórnin forystu í samskiptum við önnur samtök U3A í heiminum. Meirihluti stjórnar ritar firma samtakanna.

Stjórnarfundir skulu haldnir eftir þörfum, þó ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári.

Tillaga um nýtt niðurlag 7. greinar: 

Stjórnarfundur er lögmætur ef meirihluti stjórnar er viðstaddur.  Boða skal varamenn, sem hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum en ekki atkvæðisrétt nema þeir taki sæti aðalmanns.

 

Rökstuðningur:

Varmenn eru kosnir til að taka sæti í aðalstjórn ef aðalmenn forfallast eða hætta í stjórn.  Varamenn þurfa  að hafa tök á að fylgjast með málefnum starfandi stjórnar   til að undirbúnir að taka sæti aðalmanna ef á reynir.  Varamenn í stjórn eru kosnir með sömu traustsyfirlýsingu og aðrir stjórnarmenn þótt hlutverk þeirra, ábyrgð og skyldur séu takmarkaðar sem varamenn.

Varamenn eru ekki sérlegir fulltrúar einstakra aðalmanna, eins víða er í hlutafélögum og t.d. á Alþingi.  Aðalmenn hafa því engar skyldur að upplýsa varamenn um framgang og stöðu mála sem tekin eru fyrir stjórnarfundum. Núverandi varamenn í stjórn U3A Reykjavík eru því illa upplýstir  til að takast á við málefni stjórnar ef til kæmi að þeir yrðu kallaðir til ábyrgðar á stjórnarfundi.  Varamenn i almennum áhugafélögum ættu því að sitja stjórnarfund með takörkuðum réttindum eins víða er í áhugamannafélögum.

 

Scroll to Top
Skip to content