Fundargerð aðalfundar U3A Reykjavík 19. mars 2024
Haldinn að Hæðargarði 31 kl. 16:30
Mæting: Mættir voru 26 félagar
1. Setning fundar.
Formaður Hjördís Hendriksdóttir, setti fund og bauð fundargesti velkomna.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
Formaður gerði tillögu um fundarstjóra Lilju Ólafsdóttir og fundarritara Emmu Eyþórsdóttur Tillaga formanns samþykkt samhljóða.
3. Skýrsla stjórnar.
Formaður gerði grein fyrir skýrslu stjórnar.
Prentuð skýrsla lá frammi á fundinum og hún verður jafnframt birt á heimasíðu U3A. Ekki verður orðlengt um skýrsluna í fundargerð en örfá atriði talin upp.
Félögum hefur fjölgað um 275 á árinu og eru nú 1381. Konur eru mun fleiri og meðalaldur þeirra lægri en karla. Alls var haldinn 51 viðburður, þar af 37 þriðjudagsfyrirlestrar. Þrjú námskeið haldin m.a. í tengslum við fyrirhugaða ferð til Tyrklands. Fimm hópar eru virkir innan samtakanna.
Kynningarstarf innanlands felst í fréttabréfi og virkri heimasíðu. Komið hefur verið á samstarfi við Landssamband eldri borgara um aðgengi að upptökum frá fyrirlestrum.
Starfið framundan verður með svipuðu móti og undanfarið. Áhersla er lögð á að stuðla að virkni félaga.
4. Reikningar félagsins lagðir fram og bornir upp til samþykktar.
Guðrún Bjarnadóttir gjaldkeri kynnti reikningana sem eru einnig birtir í prentuðu skýrslunni. Rekstrarafgangur er tæpar 3 milljónir en þar af eru 2.200 þús styrkur frá ríkinu sem er óráðstafað.
Reikningar U3A voru samþykktir samhljóða.
Jón Ragnar Höskuldsson gerði grein fyrir reikningum Vöruhúss tækifæranna sem einnig eru birtir í prentaðri skýrslu. Rekstur vöruhússins var í góðu jafnvægi á árinu.
Reikningar Vöruhúss tækifæranna voru samþykktir samhljóða.
Ríkharð Brynjólfsson þakkaði stjórn fyrir gott starf og benti á góð skil félagsgjalda. Vigdís Pálsdóttir sagði frá góðum undirtektum eldri borgara í Skagafirði við aðgengi að upptökum.
5. Ákvörðun árgjalds.
Tillaga stjórnar um hækkun árgjalds í kr. 3000 var samþykkt samhljóða.
6. Breytingar á samþykktum.
Tillaga um viðbót við 7. grein um stjórnarfundi. Greinin hljóðar svo í núverandi samþykktum:
Stjórn samtakanna skal skipuð sjö mönnum og tveimur varamönnum.
Formaður skal kosinn til eins árs í senn og skal að hámarki gegna embætti formanns í þrjú kjörtímabil. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn og sitja að hámarki tvö kjörtímabil.
Kosið er um helming stjórnar hvert ár til þess að tryggja samfellu. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.
Stjórnin mótar stefnu samtakanna, skipuleggur starfið, annast daglegan rekstur og samræmingu og hefur umsjón með að upplýsingamiðlun sé nægileg innan samtakanna og milli hópa. Stjórnin getur haft frumkvæði að stofnun hópa. Stjórnin ber ábyrgð á útgáfumálum, þ.m.t. heimasíðu samtakanna og kynningu samtakanna. Einnig hefur stjórnin forystu í samskiptum við önnur samtök U3A í heiminum. Meirihluti stjórnar ritar firma samtakanna.
Stjórnarfundir skulu haldnir eftir þörfum, þó ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári.
Gerð er tillaga um að breyta niðurlagi greinarinnar og bæta við eftirfarandi málsgrein:
Stjórnarfundur er lögmætur ef meirihluti stjórnar er viðstaddur. Boða skal varamenn, sem hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum en ekki atkvæðisrétt nema þeir taki sæti aðalmanns.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
7. Kosning formanns, stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
Formaður Hjördís Hendriksdóttir var endurkosin til eins árs með lófataki.
Birna Sigurjónsdóttir og Guðrún Bjarnadóttir voru kosnar til tveggja ára 2023 og sitja áfram í stjórn næsta ár.
Guðríður Þorsteinsdóttir og Steinunn Ingvarsdóttir ganga úr stjórn og Örn Bárður Jónsson gekk úr stjórn á árinu.
Þórleif Drífa Jónsdóttir hefur setið í stjórn í tvö ár og býður sig fram til næstu tveggja ára.
Varamenn í stjórn þau Hans Kristján Guðmundsson og Emma Eyþórsdóttir voru kosin til tveggja ára 2023 og sitja áfram.
Fundarstjóri kynnti tillögur stjórnar um fólk í stjórn.
Þórleif Drífa Jónsdóttir, kennari og fræðslustjóri.
Einar Sveinn Árnason, uppeldis og menntunarfræðingur
Stefánía Traustadóttir, stjórnmálafræðingur og fyrrv. bæjarstjóri
Vigdís Pálsdóttir, kennari og flugfreyja
Tillagan samþykkt samhljóða.
Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir,
Lilja Ólafsdóttir og
Gylfi Þór Einarsson og
Þórleifur Jónsson til vara.
Formaður þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum og sleit síðan formlegum fundi.
‘8. Almennar umræður að loknu kaffihléi.
Ásdís Skúladóttir rifjaði upp tilefni að félaginu og taldi mikla þörf fyrir þennan félagsskap.
Benti á að Stefanía Traustadóttir sem er nýr stjórnarmaður, hefur verið félagi í bókmenntahópnum. Ásdís lýsti ánægju með umfjöllun um bókmenntahópinn í skýrslu stjórnar og sagði stuttlega frá starfi hópsins. Bókmenntahópur kemur saman þriðju hverja viku allan veturinn og fundir hópsins ættu að teljjast með sem fastir viðburðir U3A. Skráning í hópinn fer fram að hausti og hámarksfjöldi er 25.
Einar Sveinn Árnason þakkaði fyrir kjörið og traustið. Er nýr í þessum félagsskap og vildi gjarnan ganga í bókmenntahópinn.
Hans Kristján Guðmundsson rifjaði upp fyrstu kynni sín af U3A og tilurð samtakanna erlendis. Telur félagið sérstakt ekki síst vegna alþjóðatengingar sem jákvætt er að viðhalda. Ræddi skilgreiningu þriðja æviskeiðsins sem er breytileg en lagði áherslu á að þetta á að vera tímabil virkni og frelsis
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir rifjaði upp undirbúning að stofnun samtakanna U3A og upphaf samstarfs við Hæðargarð sem var virkasta félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar. Þakkaði samstarfsfólki sem tók þátt í undirbúningi.
Fleira ekki gert og fundi slitið um kl. 17:30
Fundarritari Emma Eyþórsdóttir