Kynning á U3A – Háskóla þriðja æviskeiðsins í Fjallabyggð

Fundur í Fjallabyggð

Formaður U3A Reykjavík, Hjördís Hendriksdóttir og Birna Sigurjónsdóttir héldu kynningu á starfsemi U3A Reykjavík í Tjarnaborg í Ólafsfirði mánudaginn 15. maí sl. Greint var frá starfsemi félagsins, viðburðum og heimsóknum og verkefninu Vöruhús tækifæranna. Í Fjallabyggð er í gangi verkefni sem nefnist Hátindur þar sem unnið er m.a. að því að samþætta þjónustu sem stuðlar að því að eldra fólk geti búið lengur heima við góðar aðstæður, bæði hvað varðar öryggi og félagslega þætti, ásamt því að bjóða upp á námskeið, fyrirlestra og viðburði fyrir 60+.

Sjá frétt um kynningu U3A Reykjavík á heimasíðu Hátinds: https://www.hatindur.is/is/frettir/haskoli-thridja-aeviskeidsins

Scroll to Top
Skip to content