Stjórn U3A kom saman á fjarfundi 24. mars sl. til að ræða stöðuna sem upp er komin nú þegar öllum viðburðum félagsins hefur verið frestað í samkomubanni. Stjórnin staðfesti ákvarðanir sem teknar voru milli funda um frestun allra viðburða.
Þar sem aðalfundi U3A Reykjavík hefur verið frestað vegna samkomubanns í samfélaginu mun núverandi stjórn starfa áfram fram að aðalfundi sem fyrirhugað er að halda 1. september næstkomandi. Stjórnin lítur svo á að hagsmunir félagsmanna verði best tryggðir með því að stjórn starfi áfram samkvæmt samþykktum félagsins.
Jafnframt ákvað stjórn að fresta innheimtu árgjalda 2020 fram yfir aðalfund í september. Árgjald er innheimt í netbanka til allra félaga á sama tíma þannig að nýskráðir eru beðnir að bíða þess en ekki leggja inn sérstaklega.
Stjórnin mun koma saman 22. apríl nk., væntanlega á fjarfundi og taka stöðuna.
Við sendum öllum félagsmönnum sem nú eru um 850, bestu kveðjur og óskir um góða heilsu og hvetjum ykkur til að fara varlega.