Hagnýt máltækni og gervigreind

Þriðjudaginn 23. september kl. 16:30 flytur Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar, erindi um íslenska máltækni og hvernig hún hefur þróast undanfarin áratug frá reglukerfum til gervigreindarlíkana. Farið verður yfir tilurð og sögu Miðeindar, sem er stærsta fyrirtækið sem vinnur að máltækni og gervigreind fyrir íslensku, og samstarfið við bandaríska stórfyrirtækið OpenAI um að auka færni ChatGPT í íslensku. Þá verður staða máltækni í dag skoðuð út frá þeim hagnýtu lausnum sem í boði eru fyrir þau sem tala og skrifa íslenskt mál.
Linda er málfræðingur að mennt og lauk doktorsgráðu í málvísindum frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 2015. Hún starfaði um árabil í máltæknigeiranum í Bandaríkjunum áður en hún fluttist aftur heim til Íslands árið 2023 til þess að taka við framkvæmdastjórastöðu hjá Miðeind. Hjá Miðeind starfar þverfaglegur hópur 15 sérfræðinga í máltækni, tölvunarfræði, gervigreind, verkfræði, málfræði o.fl. Tilgangur og stefna fyrirtækisins er að styðja íslenskt samfélag og styrkja stöðu tungumálsins með framsýnum lausnum í máltækni og gervigreind.

Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 23.09.2025
Tími
- 16:30
-
00
dagar
-
00
klukkustundir
-
00
mínútur
-
00
sekúndur
Fyrirlesari
-
Linda Heimisdóttirframkvæmdastjóri Miðeindar
Næsti viðburður
- Getum við nú loksins hætt að hugsa?
-
Dagur
- 30 sep 2025
-
Tími
- 16:30