Getum við nú loksins hætt að hugsa?

Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar fjallar um eftirfarandi spurningar á fundi hjá okkur í Hæðargarði þriðjudaginn 30. september kl. 16:30.
Gervigreind er þegar tekin að valda víðtækum breytingum á daglegu lífi, samskiptum og atvinnulífi. Hagræðið sem henni fylgir er ótvírætt. En hvað er þessi gervigreind á endanum? Hver er raunveruleg geta hennar og takmarkanir og hvernig er líklegt að hún þróist? Hvað þýðir innreið gervigreindar fyrir vinnumarkaðinn og samfélagið? Hvað verður um getu okkar til að hugsa þegar við látum gervigreind í æ meira mæli hugsa fyrir okkur? Hvað breytist ef gervigreind öðlast sjálfsvitund? Þarf hún að öðlast sjálfsvitund í raun og veru eða nægir að okkur virðist hún hafa hana? Hvað er mikilvægast að leggja áherslu á í þessum breytta heimi til að við höldum sjálfstæði okkar sem einstaklingar?
Þorsteinn lauk BA prófi í heimspeki við Háskóla Íslands 1992 og MBA prófi við INSEAD 1999. Hann lauk vottun sem sérfræðingur í röklegu umbótaferli 2018 og stundar nú nám í gervigreindarfræðum við Oxford Said Business School á Bretlandi. Þorsteinn hefur starfað við ráðgjöf, hugbúnaðargerð og greiningu upplýsinga um langa hríð. Hann starfar nú sem sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands og kennir jafnframt hagnýtingu gervigreindar við ákvarðanatöku hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og víðar.
Þorsteinn er höfundur tveggja fræðirita um ákvarðanatöku og gervigreind, hefur skrifað fjölda greina um gervigreind og fjölmiðlar leita gjarna til hans til að ræða nýjustu vendingar á þessu sviði

Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 30.09.2025
Tími
- 16:30
-
00
dagar
-
00
klukkustundir
-
00
mínútur
-
00
sekúndur
Fyrirlesari
-
Þorsteinn Siglaugssonhagfræðingur og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar
Næsti viðburður
- Varanlegur friður eða heimsstyrjöld
-
Dagur
- 07 okt 2025
-
Tími
- 16:30