Vel heppnuð vorhátíð með Chagall

Marc Chagall, grænar kýr. Vorhátíð u3a.is

Vorhátíð U3A Reykjavík var haldin 14. maí sl. í sal veitingastaðarins Nauthóls.

Um 40 manns nutu veitinga og hlustuðu á erindi Jóns Björnssonar um listmálarann Marc Chagall sem hann nefndi: Grænar kýr á flugi.

Stöllurnar Helga A. Jónsdóttir, flautuleikari og Jóhanna Halldórsdóttir, altsöngkona fluttu síðan tóndagskrá þar sem þær léku sér með tvö laglínuhljóðfæri, röddina og flautuna.

Glaðir gestir héldu út í sumarið.

Scroll to Top
Skip to content