Mánudaginn 15. apríl héldu 26 U3A félagar í ferð til Tyrklands sem skipulögð var af ferðaskrifstofunni Söguferðum og U3A Reykjavík í samstarfi við tyrknesku ferðaskrifstofuna KSGtours. Hópmyndin sem tekin var við grafhýsi AtaTürks í Ankara er frá Ólafi Haakanssyni. Í Istanbul skoðuðum við m.a. Bláu Moskuna, Hagia Sofia,Top Kapi höllina. Heimsóttum líka kryddmarkaðinn og Grand Bazaar.Sigldum á Bosporus og skoðuðum höll soldánsins sem stendur með öllu innbúi frá því sá síðasti lét af völdum. Höllin stendur við Bosporus og rétt hjá er brú sem tengir heimsálfurnar Evrópu og Asíu.
Siðan var ekið til höfuðborgarinnar Ankara þar sem við skoðuðum safn um Anatóliska menninguu. Grafhýsi Atatûrk heimsóttum við einnig og þar var tekin myndin af hópnum sem fylgir þessari frétt. Því næst var ekið til borgarinnar Konya með stoppi vel Saltvatnið. Í Kappadokiu komum við í Göreme dalinn en þar voru klaustur og kirkjur hoggnar inn í bergið. Myndir þar bera vitni um kristni þeirra sem þar bjuggu. Auðvelt var að höggva híbýlin í gljúpan steininn. Í Kaymakli skoðuðum við neðanjarðarborg sem gerð var tii að fela fólk og fénað fyrir óvinaherjum, átta hæðir grafnar í jörð og fjórar þeirra opnar nú fyrir gestum til að skoða.
Við skoðuðum Karavan-sæluhús en þar komu kaupmenn á silkileiðinni við, með úlfalda sína og varning, hvíldust og sömdu um kaup og sölu. Þar var uppi sýning á gömlum teppum sem glöddu augað.Á síðasta degi Tyrklandsferðarinnar heimsóttum við Catalhöyuk þar sem húsaþyrping fráa 7. öld fyrir Krist hefur verið grafin upp, við skoðuðum bæði uppgröftinn og sýningu sem hefur verið sett upp út frá rannsóknum og niðurstöðum þar sem stuðst er við nýjustu tölvutækni og varpað ljósi á þessar fornu minjar, líf íbúanna, umhverfið og aðstæður á þessum löngu liðna tíma. Ferðin var bæði fræðandi og skemmtileg og góð stemmning í hópnum. Önnur ferð verður farin á vegum félagsins á komandi hausti ´sömu slóðir og eru enn nokkur sæti laus.