Júlía Leví hlýtur viðurkenningu fyrir mynd sína. Kerlingarmynd

Aiuta, alþjóðleg samtök U3A félaga efndu sl. vor til samkeppni með yfirskriftinni: The Art of Living Under All Circumstances, sjá nánar hér. Júlía Leví, félagi í U3A Reykjavík tók þátt í samkeppninni og sendi inn vatnslitamyndina: Kerlingarmynd.

Nú í desember var úthlutað viðurkenningum fyrir listaverkin og hlaut Júlía Leví gull-viðurkenningu (Golden Award) fyrir mynd sína.

Henni eru færðar hjartanlegar hamingjuóskir með þennan árangur! 

Júlía er fædd 1947. Vann í banka í 20 ár og önnur 20 í veitingasölu fyrir háskólanema. Fór í ferðamálanám á Hóla í Hjaltadal . Hún hefur unnið á sumrin við ferðamannaþjónustu og á veturna í veitingasölunni. Hætti að vinna 69 ára og heyrði þá af U3A og gekk í félagið. Síðustu sumur hefur hún verið einskonar staðarhaldari í Listasafni Samúels vestur í Selárdal í Arnarfirði. Júlía hefur ekki stundað nám í listaskólum, en farið á nokkur myndlistanámskeið í gegnum tíðina. Svona er umhorfs í vinnustofu hennar um þessar mundir.

Scroll to Top
Skip to content