Júlía Leví hlýtur viðurkenningu fyrir mynd sína. Kerlingarmynd

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on whatsapp

Aiuta, alþjóðleg samtök U3A félaga efndu sl. vor til samkeppni með yfirskriftinni: The Art of Living Under All Circumstances, sjá nánar hér. Júlía Leví, félagi í U3A Reykjavík tók þátt í samkeppninni og sendi inn vatnslitamyndina: Kerlingarmynd.

Nú í desember var úthlutað viðurkenningum fyrir listaverkin og hlaut Júlía Leví gull-viðurkenningu (Golden Award) fyrir mynd sína.

Henni eru færðar hjartanlegar hamingjuóskir með þennan árangur! 

Júlía er fædd 1947. Vann í banka í 20 ár og önnur 20 í veitingasölu fyrir háskólanema. Fór í ferðamálanám á Hóla í Hjaltadal . Hún hefur unnið á sumrin við ferðamannaþjónustu og á veturna í veitingasölunni. Hætti að vinna 69 ára og heyrði þá af U3A og gekk í félagið. Síðustu sumur hefur hún verið einskonar staðarhaldari í Listasafni Samúels vestur í Selárdal í Arnarfirði. Júlía hefur ekki stundað nám í listaskólum, en farið á nokkur myndlistanámskeið í gegnum tíðina. Svona er umhorfs í vinnustofu hennar um þessar mundir.

Scroll to Top
Skip to content