Vorferð U3A Reykjavík á Reykjanes

Vorferð U3A Reykjavík verður að þessu sinni farin á Reykjanesskagann með leiðsögn Hjálmars Waag Árnasonar þriðjudaginn 31. maí . Við leggjum af stað með rútu frá Hæðargarði 31 kl. 9:00 og áætlum heimkomu um 15:30.

Ekið verður hringinn um Reykjanesið eins og merkt er á kortinu.

Stoppað í Seltúni (hverasvæðið við Krýsuvík). Stoppað við nýja hraunið og gengið að jaðrinum (ca. 15 mínútna gangur). Ekið um Þórkötlustaðanes. Léttur hádegisverður í Salthúsinu í Grindavík. Síðan ekið um Hafnir (Jamestown o.fl.) og Ásbrú og þaðan til Reykjavíkur.

 

Verð kr. 7.500, hádegisverður innifalinn. Vinsamlegast greiðið að lokinni skráningu:

kt: 430412-0430, banki: 0301-26-011864

Hjálmar leiðsögumaður okkar er fyrrverandi skólameistari, þingmaður og framkvæmdastjóri Keilis á Ásbrú. Hann er vanur leiðsögumaður og geysifróður um svæðið.

 

 

Dagur

31.05.2022
Expired!

Tími

09:00 - 15:30

The event is finished.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content