Vor í bæ – ræktað af lífi og sál

Þriðjudaginn 16. maí kemur Guðríður Helgadóttir (Gurrý) á fund okkar í Hæðargarðinn. Hún er garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins, og jafnframt líffræðingur frá Háskóla Íslands. Á undanförnum árum hefur Gurrý verið einstaklega dugleg við að kynna garðyrkju og flest því tengt fyrir almenningi, bæði með pistlum og greinum, en ekki síður í útvarpi og sjónvarpi. Gurrý var um árabil staðarhaldari í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi og fagstjóri garðyrkjubrauta þar.

Í fyrirlestrinum þann 16. maí leggur hún áherslu á vorverkin í garðinum og skoðar svalirnar líka, til dæmis hvað unnt sé að rækta þar, ef fólk hefur ekki garð.

Ef til vill hafið þið séð í fjölmiðlum, að Benedikt bókaútgáfa gaf nýlega út bók Gurrýar, Fjölærar plöntur. Við báðum hana að kippa með sér nokkrum eintökum, ef einhverjir U3A félagar vilja kaupa.

Vorið er á þröskuldinum. Skráum okkur á fyrirlesturinn og sjáumst þann 16. maí, kl. 16:30.

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031

Dagur

16.05.2023
Expired!

Tími

16:30

The event is finished.

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content