Viðburðir í mars

Á þriðjudögum í mars verða fjölbreyttir fyrirlestrar sendir út í streymi á vegum stjórnar U3A Reykjavík. Við væntum þess að geta fljótlega einnig boðið áheyrendum að mæta í Hæðargarð til að hlýða á fyrirlestrana og verður það auglýst sérstaklega.

Þriðjudaginn 2. mars verður Sumarliði Ísleifsson, lektor við HÍ með fyrirlestur sem hann nefnir Í fjarska norðursins þar sem hann fjallar um viðhorf til Íslands og Grænlands frá öndverðu til samtímans. 9. mars kemur til okkar Ólafur Páll Jónsson heimspekingur, hann nefnir fyrirlestur sinn Truflaður lærdómur og fjallar um hvaða áhrif Covid faraldurinn muni hafa á framferði fólks, viðhorf og gildismat í framtíðinni. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur ætlar síðan að flytja fyrirlestur þriðjudaginn 16. mars sem hann nefnir Umbrotahrina á Reykjanesskaga. Fjallað verður um flekaskilin á Reykjanesskaga og virknina sem fylgir flekahreyfingum, skjálfta- og eldvirkni. Enginn fyrirlestur verður 30. mars í dymbilviku.

Aðalfundur U3A Reykjavík verður síðan haldinn 23. Mars í Hæðargarði 31 kl. 16:30. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Fundurinn verður auglýstur sérstaklega. Stjórnin væntir þess að geta boðið félagsmönnum að sitja fundinn ásamt því að honum verður streymt eins og öðrum viðburðum.

Stjórnin hvetur félagsmenn til að fylgjast með þessum áhugaverðu fyrirlestrum sem auglýstir eru á heimasíðunni u3a.is

 

 

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031

Dagur

30.03.2021
Expired!

Tími

16:30

The event is finished.

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content