Viðburðir í apríl

Á þriðjudögum í apríl verða fjölbreyttir fyrirlestrar eins og áður. Þeir verða sendir út í streymi á vegum stjórnar U3A Reykjavík. Við reiknum ekki með að geta boðið áheyrendum að mæta í Hæðargarð til að hlýða á fyrirlestra næstu vikur vegna samkomutakmarkana.

Þriðjudaginn 6. apríl verður Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur með erindi um Abraham og það er alltaf tilhlökkunarefni að heyra hvernig hann fléttar saman upplýsingum um sögu, menningu og staði. 13. apríl verður Auður Ottesen með fyrirlestur um Vorverkin í garðinum og leiðbeinir okkur um hvernig við stöndum að því að undirbúa garðinn fyrir sumarið. Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur ætlar síðan að vera með fyrirlestur 20. apríl og verður efnið kynnt síðar. Við stefnum síðan að því að fá Kristinn R. Ólafsson aftur til okkar 27. apríl með framhald á erindi sínu Listin að lesa söguna.

Námskeiði í apríl frestað. Vegna samkomutakmarkana verður því miður að fresta til haustsins námskeiðinu Hér var einu sinni mjólkurbúð um leiðir að menningararfinum.

Stjórnin hvetur félagsmenn til að fylgjast með þessum áhugaverðu fyrirlestrum sem auglýstir eru á heimasíðunni u3a.is

 

 

 


Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík

Dagur

30.04.2021

Tími

16:30

Skrá á viðburð

Félagsmaður

Aðgangur innifalinn í árgjaldi.

Fáanlegir Miðar: 100
The Félagsmaður ticket is sold out. You can try another ticket or another date.
Gestir

500 krónur, greiðist við innganginn.

Fáanlegir Miðar: 100
The Gestir ticket is sold out. You can try another ticket or another date.
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on whatsapp
 • 00

  dagar

 • 00

  klukkustundir

 • 00

  mínútur

 • 00

  sekúndur

Flokkar
Scroll to Top Skip to content