Vika til stefnu: Helstu áhrifaþættir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum – Silja Bára Ómarsdóttir
Í þessu erindi fer Silja Bára yfir stöðuna í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum, en þær fara fram þann 3. nóvember næstkomandi. Áhrifaþættir eins og áætluð kjörsókn og skipan hæstaréttardómara koma við sögu, auk þess sem niðurstöður kannana verða kynntar.
Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, þar sem hún kennir og rannsakar utanríkis- og alþjóðamál. Silja Bára hefur sérstakan áhuga á stöðu kvenna í heiminum og á birtingarmyndum kynjajafnréttis í utanríkisstefnu Íslands og í alþjóðakerfinu. Hún er formaður Jafnréttisráðs, varaformaður Rauða Kross Íslands og stjórnar Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Hún átti m.a. frumkvæði að stofnun Höfða – friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, sem leggur m.a. áherslu á að skoða stöðu ungs fólks í heiminum, t.d. vegna fólksflutninga og loftslagsbreytinga. Silja Bára er með BA, MA og PhD gráður í alþjóðasamskiptum, auk þess að hafa lokið diplómanámi á framhaldsstigi í kennslu háskólastigsins og aðferðafræði félagsvísinda. Hún er meðlimur í Íslandsdeild Nordic Women‘s Mediator Network.
Staðsetning
Dagur
- 27.10.2020
- Expired!
Tími
- 16:30 - 18:00
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Silja Bára ÓmarsdóttirPrófessor í aljóðasamskiptum við Háskóla Íslands
Prófessor í aljóðasamskiptum við Háskóla Íslands
Næsti viðburður
- Heimsókn í Lyfjafræðistofnun og Ráðagerði
-
Dagur
- 23 sep 2024
-
Tími
- 11:00