Umhverfisvænni byggingar
Þriðjudaginn 5.nóvember kl 16:30 kemur Bergþóra Góa Kvaran, sérfræðingur í teymi Hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun til okkar og fjallar um umhverfisvænni mannvirkjagerð.
Áætlað er að mannvirkjageirinn beri ábyrgð á um 30-40% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og hefur því umhverfisvitund þegar kemur að byggingariðnaðinum aukist svo um munar. Auk þess er umhverfismengun vaxandi vandamál og getur orsakast m.a af þeim efnum sem við öndum að okkur innandyra. Þetta eru efni sem geta verið krabbameinsvaldandi og jafnvel kveikt á gigt og öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum. Efni sem valda innkirtlasjúkdómum eins og skjaldkirtilsvandamálum, ófrjósemi, astma, ofnæmi og fæðingargöllum og stökkbreytingu erfðaefnis.
Heilnæmt og umhverfisvænna húsnæði verður því til umfjöllunar á fyrirlestrinum þar sem fjallað verður um aðgerðir sem hægt er að fara í til að takmarka skaðleg efni innandyra, skapa góða innivist, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og fleira.
Bergþóra Góa Kvaran er arkitekt og sérfræðingur í teymi Hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 05.11.2024
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Bergþóra Góa Kvaranarkitekt
Næsti viðburður
- Jólafundur U3A Reykjavík 2024
-
Dagur
- 04 des 2024
-
Tími
- 15:00