Umhverfishópur U3A Reykjavík- stofnfundur
Stefnt er að því að stofna umhverfishóp U3A félaga á fundi fimmtudaginn 12. maí kl. 16:30 Áhugasamir félagar munu þar leggja línurnar að því hvernig hópurinn hyggst vinna.
Markmiðið er að stuðla að vernd umhverfis og loftslags með því að vekja athygli á leiðum til umhverfisverndar og efna til aðgerða sem bæta umhverfi og vinna gegn loftslagsvá. Einnig verða félagsmenn hvattir til að láta til sín taka í umhverfismálum og reglulega birtar hvatningar og ábendingar um umhverfisvænan lífsmáta. Hópurinn verður tengiliður U3A út á við varðandi umhverfismál og gerir væntanlega tillögur að fyrirlestrum á vegum U3A Reykjavík á þessu sviði.
Frumkvæði að stofnun umhverfishóps fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu kemur upphaflega frá Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneyti ásamt hugmynd um að verkefnið verði norrænt samstarfsverkefni með þátttöku sambærilegra hópa á Norðurlöndunum. Þessi hugmynd er enn í mótun.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 12.05.2022
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30