Þroskaverkefni ellinnar

Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 kl. 16:30 flytur Sigrún Huld Þorgrímsdóttir fyrirlestur í Hæðargarði 31 sem hún nefnir: Þroskaverkefni ellinnar.

Hér er fjallað um öldrun og þau viðfangsefni sem þau skapa okkur sem erum að eldast.

Rætt er um líkamlegar breytingar, breytingar á félagslegu hlutverki, fjölskyldutengsl, sjúkdóma en þó enn meir sjúkdómsvæðingu. Hugtakið „farsæl öldrun“ er skoðað og rætt. Öldrunarfordómar, ótti við heilabilun, hrörnun og dauðann eru meðal umræðuefna.

Ekki hvað síst er skoðuð þjónusta við veika og færniskerta aldraða, en þar er víða pottur brotinn, eða „áskoranir“ eins og nú tíðkast að kalla slíkt.

Sigrún Huld Þorgrímsdóttir er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun með langa reynslu af öldrunarþjónustu. Hún sendi frá sér árið 2019 bókina Ný menning í öldrunarþjónustu þar sem fjallað er um nýja strauma og aðferðir í þjónustunni og breytt viðhorf til öldrunar og aldraðra.

Sigrún Huld hefur skrifað talsvert um mannréttindi færniskertra aldraðra, en þar er úrbóta þörf.

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

20.02.2024
Expired!

Tími

16:30

The event is finished.

Fyrirlesari

Scroll to Top
Skip to content