Þegar skyldan kallar – Borgaraleg óhlýðni og borgaraleg ókurteisi.
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 kl. 16:30 mun Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki við Menntavísindasvið Hákóla Íslands flytja erindi í Hæðargarði 31 sem hann nefnir: Þegar skyldan kallar – Borgaraleg óhlýðni og borgaraleg ókurteisi.
Í erindinu mun Ólafur Páll fjalla um borgaralega óhlýðni, rekja sögulegar rætur hugmyndarinnar og setja hana í samhengi við grunngildi lýðræðislegs samfélags. Fyrsta skýra framsetning hugmyndarinnar um borgaralega óhlýðni kemur frá Bandaríska heimspekingnum og náttúrufræðingnum Henry David Thoreau, sem margir þekkja líklega betur sem höfund bókarinnar Walden eða lífið í skóginum. Árið 1848 hélt Thoreau ræðu með yfirskriftinni „Réttindi og skyldur einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu“ (The Rights and Duties of the Individual in relation to Government). Í þessari ræðu gerði Thoreau þrælahaldið í Bandaríkjunum og stríðið við Mexíkó að umtalsefni og sagði að hann gæti ekki litið á þá ríkisstjórn, sem stæði í þrælahaldi, sem sína eigin ríkisstjórn. Thoreau færði síðan rök fyrir því að borgararnir ættu aldrei að leyfa ríkisvaldinu að gera þá sjálfa beitendum ranglætis.
Hugmyndin um borgaralega óhlýðni byggir á þeirri forsendu að í lýðræðisríki séu það borgararnir sjálfir sem séu handhafar valdsins. Án þeirrar forsendu hefði Thoreau aldrei getað litið svo á að hann væri sjálfur meðsekur í þrælahaldi og stríðsrekstri ríkisstjórnarinnar. Og þessi forsenda á jafn vel við í dag og hún átti við á tímum Thoreaus. En er þá við hæfi að óhlýðnast hvenær sem maður er ósammála ríkisstjórninni? Er það þá borgaraleg óhlýðni að greiða ekki skattana, ef manni finnst skattlagning ósanngjörn? Hvað með að virða umferðarreglur eða önnur lög sem takmarka frelsi okkar?
Lykilatriði í hugmyndinni um borgaralega óhlýðni er að óhlýðnin sprettur ekki af persónulegum hagsmunum eða sjónarmiðum, heldur af sjónarmiðum sem varða hlutverk borgaranna sem borgara. Borgaraleg óhlýðni felur oft í sér lögbrot en markmiðið með slíkri háttsemi er aldrei persónulegur ávinningur heldur hagsmunir samfélagsins í heild. Það sem er undir er sjálft réttlætið, lýðræðið, jafnvel sjálft samfélagið.
Thoreau leit raunar svo á að honum hefði ekki einungis verið heimilt að óhlýðnast yfirvöldum heldur hefði honum beinlínis borið skylda til að gera það. Sem borgari – kannski sem borgari alls heimsins – leit hann svo á að honum bæri skylda til að hafna þrælahaldi og stríð. Við getum spurt okkur svipaðra spurninga í dag. Ber okkur skylda til að hafna einhverju að því sem ríkisvaldið gerir, vitandi að athafnir ríkisvaldsins eru á endanum í okkar nafni.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 09.01.2024
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Ólafur Páll Jónssonheimspekingur
Ólafur Páll Jónsson er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði menntunarheimspeki, heimspeki náttúrunnar, stjórnmálaheimspeki og frumspeki.
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30