Sumarkveðja frá stjórn U3A Reykjavík

Sumarkveðja frá stjórn U3A Reykjavík

Nú að loknu líflegu starfsári hjá U3A Reykjavík sendum við sumarkveðju til félagsmanna. Í vetur hafa verið haldnir 34 þriðjudagfyrirlestrar og 11 aðrir viðburðir og heimsóknir flestir á vegum menningarhóps, auk þess sem haldið var fjölsótt afmælismálþing og málþing um umhverfis- og loftslagsmál á vegum umhverfishóps. Að meðaltali hafa 40 manns sótt fyrirlestra í Hæðargarði en um 200 njóta þeirra þegar með eru taldir þeir sem fylgjast með upptökum heima. Stöðugt fjölgar félögum og eru nú um 1280. Fræðsla, virkni og samvera er það sem einkennir starfsemina og í þeim anda tökum við upp þráðinn í haust með félagsfundi þriðjudaginn 5. september. Samkvæmt venju biðjum við ykkur félaga í U3A Reykjavík að koma á félagsfundinn með ykkar óskir um fræðslu og fyrirlestra á komandi starfsári. Það er síðan hlutverk stjórnarinnar að hrinda hugmyndum ykkar í framkvæmd, hafa samband við fyrirlesara og skipuleggja heimsóknir og ferðir. Við hlökkum til þess starfs!

Stjórn U3A Reykjavík sendir öllum félögum óskir um gott og gleðilegt sumar og hlakkar til samvinnu og samveru á komandi starfsári.

 

 

Dagur

24.08.2023
Expired!

Tími

08:00 - 18:00

The event is finished.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content