Styrkleikar þínir og annarra
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 heldur Steinunn Eva Þórðardóttir fyrirlestur í Hæðargarði. Fyrirlesturinn nefnir hún Styrkleikar þínir og annarra. Steinunn Eva fjallar um efnið frá sjónarhóli jákvæðrar sálfræði. Hún verður með kynningu á því hvað styrkleikar eru og af hverju það er hagstætt fyrir okkur og samfélagið að nýta þá markvisst. Hvaða styrkleikar eru bestir í persónulegum samböndum, í starfi eða til að vera hamingjusöm. Getum við haft of mikið af styrkleikum? Höfum við í raun og veru öll styrkleika?
Steinunn Eva er kennari og einnig sjálfstætt starfandi námskeiðshaldari og pistlahöfundur. Hún hefur langa reynslu sem framhaldsskólakennari í Fjölbrautarskóla Vesturlands Akranesi (FVA). Menntun hennar er góð blanda sálfræði- og lýðheilsu. Hún lauk BA námi í sálfræði frá HÍ, meistaragráðu í Lýðheilsufræði frá HR og diplómu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá EHÍ, auk náms í markþjálfun, sem hún segir gefa hjartað í annars strangvísindalegri nálgun.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 30.01.2024
- Expired!
Tími
- 16:30 - 18:00
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Steinunn Eva ÞórðardóttirSjálfstætt starfandi (kennsla, námskeiðshald, pistlahöfundur)
Jákvæð sálfræði
Næsti viðburður
- Samsæriskenningar
-
Dagur
- 08 okt 2024
-
Tími
- 16:30