Stiklað á stóru um áhrif erlendra menntastrauma á þróun menntahugmynda á Íslandi í gegnum aldirnar

Þriðjudaginn 18. mars kl. 16:30 kemur Þórdís Þórðardóttir, prófessor emerita til okkar í Hæðargarð 31 með erindi sem hún nefnir: Stiklað á stóru um áhrif erlendra menntastrauma á  þróun menntahugmynda á Íslandi í gegnum aldirnar.

Rætt verður um ýmsar skilgreiningar á menntahugtakinu og  nokkra vestur evrópska strauma sem náðu til Íslands og höfðu áhrif á þróun íslenska menntakerfisins. Stuttlega verður fjallað um  hvernig rótgrónar fornaldarhugmyndir endurspeglast í samtíma menntakerfum og hvernig hugmyndir um menntun hafa þróast í kjölfar nokkurra tímabila í sögunni. Í kjölfarið verður tæpt á stjórnmála-, efnahags-, fjölskyldu-, heimspeki  og einstaklings tengdum sjónarhornum á menntun í nútíma samfélögum og rætt um hvernig breyttir þjóðfélagshættir kalla á nýjar og „betri“ hugmyndir um lýðræði og mannréttindi.

Þórdís Þórðardóttir er professor emerita og starfaði  síðast við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginfræðasvið hennar snúast um kynja- og menningarfræði í menntun yngri barna og kennaranema, sem og hvernig menntastofnanir eru oft bundnar á klafa viðtekinna venja sem draga úr möguleikum þeirra til að uppfylla kröfur um jafnrétti til náms, t.d. vegna uppruna, kyns og stétta.

Á meðal þeirra námskeiða sem Þórdís hefur kennt við HÍ eru  Menntun og kyngervi, Heimspeki menntunar, Félagsfræði menntunar, Inngangur að uppeldis- og menntunarfræði og í KHÍ. Inngangur að uppeldisvísindum og. Auk þess hefur hún kennt í leik- grunn- og framhaldsskólum og unnið að umbótum í leikskólakerfinu fyrir „Leikskóla Reykjavíkur“ sem nú er deild innan Skóla- og frístundasviðs borgarinnar.

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

18.03.2025

Tími

16:30
SKRÁ ÞÁTTTAKANDA

Skrá á viðburð

Available Miðar: 66
The ticket is sold out. You can try another ticket or another date.
  • 00

    dagar

  • 00

    klukkustundir

  • 00

    mínútur

  • 00

    sekúndur

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content