Spóinn er kominn
Þriðjudaginn 24. maí kl. 16:30 mun Borgný Katrínardóttir flytja erindi fyrir U3A félaga í Hæðargarði 31.
Erindi Borgnýjar ber yfirskriftina Spóinn er kominn. Spóinn var viðfangsefni meistaraverkefnis hennar við Háskóla Íslands. Spóinn hefur verið töluvert rannsakaður hérlendis á undanförnum árum og í erindi sínu mun Borgný greina frá því helsta sem fram hefur komið í þeim rannsóknum. Hún mun einnig ræða um framtíðarhorfur spóans hér á Íslandi í ljósi breyttrar landnotkunar og loftslagsbreytinga.
Borgný Katrínardóttir er líffræðingur að mennt, lauk meistaraprófi frá Háskóla Íslands árið 2012. Hún hefur starfað á Náttúrufræðistofnun Íslands síðastliðin 10 ár, en áður hafði hún meðal annars unnið við rannsóknir á jaðrakönum á vegum Háskólaseturs Suðurlands og Háskólanum í Austur- Anglíu í Englandi. Hún hefur einnig unnið að rannsóknum á áhrifum ferðamanna á atferli refa á Hornströndum.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 24.05.2022
- Expired!
Tími
- 16:30 - 18:00
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Borgný Katrínardóttirlíffræðingur
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30