Sigurtunga – Vesturíslenskt mál og menning

Þriðjudaginn 12 mars 2024 kl. 16:30 er á dagskrá umfjöllun um vesturíslenskt mál og menningu. fluttir verða þrír fyrirlestrar undir yfirskriftinni: Sigurtunga – Vesturíslenskt mál og menning

Birna Arnbjörnsdóttir: Íslensk arfleifð í Vesturheimi, 150 ár frá upphafi vesturferða

Höskuldur Þráinsson: Hvað vitum við núna um vesturíslensku og hvað er svona merkilegt við það?

Úlfar Bragason: „Hann er alveg hættur að skrifa og sokkinn í „þjóðahafið“.“

Þau Birna, Höskuldur og Úlfar, sem eru öll prófessorar á eftirlaunum, segja frá rannsóknum á vesturíslensku máli og menningu. Þau hafa nýlega ritstýrt tveim greinasöfnum um þetta efni. Annað þeirra nefnist Sigurtunga – Vesturíslenskt mál og menning og kom út hjá Háskólaútgáfunni 2018. Hitt heitir Icelandic Heritage in North America og kom út hjá University of Manitoba Press í Winnipeg 2023. Greinasöfnin byggja að verulegu leyti á rannsóknum sem voru styrktar af Rannsóknasjóði Íslands (RANNÍS).

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

12.03.2024
Expired!

Tími

16:30
Uppbókað!

The event is finished.

Fyrirlesarar

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content