Samúel Jónsson: Listamaðurinn með barnshjartað – og verkvitið
Þriðjudaginn 28. maí 2024 kl. 16:30 kemur Ólafur J. Engilbertsson til okkar í Hæðargarð. með fyrirlestur.
Í fyrirlestrinum fjallar Ólafur J. Engilbertsson, ritstjóri Steyptra drauma um líf og list Samúels Jónssonar frá Brautarholti í Selárdal (1884-1969) og birtir myndir af verkum hans og myndir sem sýna Samúel á síðustu árum hans á Brautarholti og myndir af listasafninu eftir lát hans. Jafnframt fjallar Ólafur um endurreisnarstarfið að Brautarholti frá því Félag um endurreisn listasafns Samúels var stofnað 1998.
Samúel Jónsson var er einn þekktasti alþýðulistamaður sem Ísland hefur alið − þó ekki hafi verið fjallað um hann að neinu ráði í bókum um myndlist fyrr en nú. Samúel var sjálflærður í listinni, en sem ungur maður teiknaði hann talsvert og málaði með vatnslit og olíulit. Listaferill hans hófst þó ekki fyrir alvöru fyrr en hann hafði efni á að kaupa sement fyrir ellilífeyrinn í þeim tilgangi að reisa listasafn og höggmyndagarð og svo bættist kirkja við, með býsönskum turni sem hann byggði einn síns liðs, kominn hátt á áttræðisaldur.
Þá kom vel í ljós að Samúel var mikill verkfræðingur í sér. Kirkjuna reisti Samúel þegar sóknarnefndin vildi ekki þiggja altaristöflu sem hann hafði málað fyrir Selárdalskirkju.
Ólafur J. Engilbertsson er fæddur 1960. Hann er menningarmiðlari, sagnfræðingur, leikmyndahöfundur og grafískur hönnuður. Hann er með BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands 2001 og MA í hagnýtri menningarmiðlun frá sama skóla 2007. Ólafur nam leikmyndahönnun við Institut de teatre í Barcelona 1982-1984 og grafíska hönnun við Academy of Art College í San Francisco 1986-1987. Ólafur er höfundur leikmynda við fjölmörg verk í sjónvarpi, kvikmyndum og leikhúsum.. Ólafur starfaði um árabil sem hönnuður á RÚV en starfar nú sem sýningastjóri og kynningarfulltrúi Þjóðarbókhlöðu. Þar hefur hann skrifað texta í sýningarskrár og hannað sýningar frá 2001. Ólafur er jafnframt eigandi og framkvæmdastjóri Sögumiðlunar og forstöðumaður Snjáfjallaseturs við norðanvert Ísafjarðardjúp þar sem hann hefur stjórnað fjölda menningarviðburða, sýningum, málþingum, tónleikum og blönduðum dagskrám. Ólafur er auk þess formaður stjórna Baskavinafélagsins á Íslandi og Smekkleysu SM ehf og hefur verið gjaldkeri og framkvæmdastjóri Félags um endurreisn Listasafns Samúels í Selárdal frá upphafi árið 1998.
Ólafur er höfundur bókarinnar Leikmyndlist á Íslandi, sem kom út hjá Sögumiðlun 2007.
Ólafur hefur ritstýrt eftirtöldum bókum:
Steyptir draumar – líf og list Samúels Jónssonar. Sögumiðlun og Listasafn Samúels, 2023.
Þórir Baldvinsson arkitekt. Sögumiðlun, 2021.
Smekkleysa 33 1/3. Smekkleysa, 2020.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 28.05.2024
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Ólafur J. Engilbertssonmenningarmiðlari, sagnfræðingur, leikmyndahöfundur og grafískur hönnuður.
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30