Samfélag eftir máli

Þriðjudaginn 16. apríl 2024 kl. 16:30 kemur Haraldur Sigurðsson, skipulagsfræðingur til okkar í Hæðargarði 31 og kynnir bók sína Samfélag eftir máli.

Samfélag eftir máli fjallar um skipulag borgar, bæja og þorpa á Íslandi á 20 öldinni. Í aðra röndina er rakin saga skipulagsgerðar og þéttbýlis og í hina hugmyndasaga skipulagsfræðanna og módernismans. Sjónum er einkum beint að mótun borgarskipulags í höfuðstað landsins en einnig að viðleitni ríkisvaldsins að koma skipulagi á smærri bæi og þorp landsins. Þetta er saga átaka og hugsjóna, saga hugmynda og nýrra strauma, en fyrst og fremst saga þjóðar á miklum umbrotatímum. Skipulag byggðar og mótun umhverfis eru eitt af mikilvægustu málefnum samtímans. Sagan snertir á mörgum helstu álitamálum nútímasamfélaga, hvort sem litið er til húsnæðismála, samgöngumála, lýðheilsumála eða umhverfismála. Samfélag eftir máli er yfirgripsmikið sagnfræðirit, með gagnrýnum undirtóni, sem byggir á áralangri rannsókn og víðtækri reynslu höfundar af skipulagsmálum. Bókina prýðir fjöldi mynda og uppdrátta og er hún mikill fengur fyrir alla þá fjölmörgu sem láta skipulagsmál og  mótun umhverfis sig varða.

Haraldur Sigurðsson hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2023 í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis fyrir bókina Samfélag eftir máli.

Haraldur Sigurðsson er með próf í land- og sagnfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í skipulagsfræðum frá Torontoháskóla í Kanada. Haraldur hefur starfað í hringiðu skipulags- og sveitarstjórnarmála á Íslandi á undanförnum 30 árum, fyrir Reykjavíkurborg, svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, Skipulagsstofnun og fjölmörg sveitarfélög út um allt land. Haraldur var við gerð Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 sem staðfest var árið 2014 og stýrði ennfremur gerð Aðalskipulags Reykjavíkur 2040. Jafnhliða störfum fyrir opinbera aðila hefur Haraldur unnið að rannsóknum og ritun sögu bæjarskipulags á Íslandi og starfað meðal annars á Borgarfræðisetri Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar.

 

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

16.04.2024
Expired!

Tími

16:30

The event is finished.

Fyrirlesari

  • Haraldur Sigurðsson
    Haraldur Sigurðsson
    skipulagsfræðingur

    Haraldur Sigurðsson er með próf í land- og sagnfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í skipulagsfræðum frá Torontoháskóla í Kanada. Haraldur hefur starfað í hringiðu skipulags- og sveitarstjórnarmála á Íslandi á undanförnum 30 árum, fyrir Reykjavíkurborg, svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, Skipulagsstofnun og fjölmörg sveitarfélög út um allt land. Haraldur var við gerð Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 sem staðfest var árið 2014 og stýrði ennfremur gerð Aðalskipulags Reykjavíkur 2040. Jafnhliða störfum fyrir opinbera aðila hefur Haraldur unnið að rannsóknum og ritun sögu bæjarskipulags á Íslandi og starfað meðal annars á Borgarfræðisetri Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content