Pylsur! – Hvað er svo merkilegt við þær!

Þriðjudaginn 13. janúar kl. 16:30 kemur til okkar í Hæðargarðinn Guðrún Hallgrímsdóttir matvælafræðingur með fyrirlestur um pylsur.

Guðrún segir sér finnist fá viðfangsefni meira spennandi. Pylsugerð er  tæknilega flókin, krefst þekkingar á eiginleikum kjöts og kjöttegunda og annarra innihaldsefna svo og á vinnsluaðferðum sem oft eru afar flóknar og krefjandi. Þessi þekking hefur erfst frá kynslóð til kynslóðar  og leitt til þess að pylsugerð ber með sér einkenni  hverrar þjóðar, ofið  menningu hennar og siðum. Guðrún mun fjalla um pylsugerð, skýra flokkun pylsa eftir vinnsluaðferðum og  neyslu, geta nokkurra pylsa einkennandi fyrir ákveðnar þjóðir og að lokum rifja upp nokkrar  miningar.

Guðrún er matvælaverkfræðingur að mennt með víðtæka reynslu úr matvælaiðnaði, Hún vann við uppbyggingu og eftirlit með sláturhúsum Sambandsins svo og kjötvinnslustöð, við matvælaeftirlit og gæðastjórnun í sjávarútvegi, vottun lífrænna afurða og sjálfbærra fiskveiða. Þá vann hún í 2 ár hjá Unido,  SÞ í Vínarborg við iðnþróun í þróunarlöndum. Hún hefur stundað kennslu á ýmsum sviðum, á ýmsum skólastigum svo og  kennslu og námskeiðahald hjá Iðntæknistofnun Íslands og fjallað um íslenska matarhefð. Síðustu árin hefur hún ásamt samstarfsmönnum sínum, þeim Bjarna Bjarnasyni og Gesti Ólafssyni, unnið við að þróa ræktunarkerfi fyrir stórþörunga í borholusjó í kerjum á landi  og haldið fyrirlestra og skrifað greinar um nýtingu þörunga.

 

 

 

 

 

 

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

13.01.2026

Tími

16:30
SKRÁ ÞÁTTTAKANDA

Skrá á viðburð

Available Miðar: 79
The ticket is sold out. You can try another ticket or another date.
  • 00

    dagar

  • 00

    klukkustundir

  • 00

    mínútur

  • 00

    sekúndur

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content