Páskafrí U3A og viðburðir framundan
U3A Reykjavík – Háskóli þriðja æviskeiðsins tekur páskafrí að venju og því verða engir þriðjudagsfyrirlestrar 15. og 22. apríl.
Þriðjudagsfyrirlestrarnir hefjast svo aftur þriðjudaginn 29. apríl þegar Stefán Gíslason, líffræðingur flytur fyrirlesturinn: Nýtni er ekki níska sem fjallar um þær breytingar sem orðið hafa á lífsháttum á Íslandi (og annars staðar á Vesturlöndum) á undanförnum 100 árum eða svo, einkum með tilliti til nýtni og sóunar. 6. maí fáum við svo kynningu á nýjum næringarviðmiðum frá Jóhönnu Eyrúnu Torfadóttur, verkefnastjóra næringar hjá embætti Landlæknis og lektor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.
Aðrir fyrirlestrar verða auglýstir fljótlega.
Stjórn U3A óskar félagsfólki gleðilegra páska!
|