Óskaland – leikhúsferð menningarhóps
MENNINGARHÓPUR
Nóvember viðburður menningarhóps verður leikhúsferð til að sjá Óskaland eftir bandaríska verðlaunahöfundinn Bess Wohl í Borgarleikhúsinu þann 9.11. kl: 20.00. Verð miða fyrir okkur eldri borgara er kr: 6.800.
Leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason og aðalleikarar eru Eggert Þorleifsson og Sigrún Edda Björnsdóttir.
Leikritið segir frá hjónum sem eru á okkar aldri og ákveða að skilja en börnin þeirra taka því ekki vel og reyna að hafa áhrif á foreldrana.
Menningarhópurinn hefur lagt áherslu á að hluti af viðburðum sé samverustund með mat eða kaffi en við nána skoðun á möguleikum fannst okkur að það yrði full dýrt að fara út að borða fyrir leiksýningu og ákváðum að sleppa þeim lið í þetta skipti. Við sitjum þó öll í sama bekk og köstum kveðju hvert á annað.
Við verðum í forstofunni með miðana í 30 mínútur fyrir sýningartíma.
Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst og greiðið síðan kr. 6.800 svo við vitum endanlegan fjölda þátttakenda.
Reikningur: 0301-26-011864
Kt: 430412-0430
Með kveðju frá stýrihópi,
Ingibjörg Ágeirsdóttir
Staðsetning
Dagur
- 09.11.2024
- Expired!
Tími
- 20:00
The event is finished.
Næsti viðburður
- Rafíþróttir
-
Dagur
- 21 jan 2025
-
Tími
- 16:30