Orkuskipti og vindmyllur

Þriðjudaginn 26.  september kl. 16:30 kemur Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri á fund U3A með fyrirlestur um orkuskipti og vindmyllur.

Halla Hrund Logadóttir er með BA-gráðu í stjórnmálafræði, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál, meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard-háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál. Hún starfaði frá árinu 2017 sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð  norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard-háskóla sem beinir sjónum m.a. að áhrifum loftslagsmála og kennir jafnframt á meistarastigi við sömu stofnun. Frá árinu 2019 hefur hún meðstýrt kortlagningu breytingaþátta Norðurslóða, m.a orkumála á vettvangi World Economic Forum.  Halla Hrund hefur frá árinu 2015 starfað sem stofnandi og formaður Arctic Innovation Lab og starfað sem leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarhröðlum.

Hún hefur setið í stjórn Orkusjóðs frá árinu 2015  og sama ár hóf hún störf sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík þar sem hún kennir námskeið um stefnumótun á sviði orkumála með áherslu á loftslagsmál. Halla Hrund var framkvæmdastjóri Iceland School of Energy frá árinu 2013 og til ársins 2016. Árin 2011 til 2013 var Halla Hrund  forstöðumaður Alþjóðaþróunar við Háskólann í Reykjavík.

Frá júní 2021 hefur Halla Hrund gegnt embætti orkumálastjóra.

Skráum okkur á fyrirlesturinn og sjáumst þann 26. september kl. 16:30 í Hæðargarði 31.

 

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031

Dagur

26.09.2023
Expired!

Tími

16:30

The event is finished.

Fyrirlesari

  • Halla Hrund Logadóttir
    Halla Hrund Logadóttir
    orkumálastjóri

    Halla Hrund Logadóttir er með BA-gráðu í stjórnmálafræði, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál, meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard-háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál. Hún starfaði frá árinu 2017 sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð  norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard-háskóla sem beinir sjónum m.a. að áhrifum loftslagsmála og kennir jafnframt á meistarastigi við sömu stofnun.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content