Óperubíó

Óperubíó

Menningarhópurinn stefnir að ferð í óperubíó í Sambíóinu í Kringlunni að sjá Metropolitan útsendingu á Töfraflautunni eftir Mozart, þann 3.6. kl. 16.55. Töfraflautan er ein vinsælasta og aðgengilegasta ópera sögunnar. Hún segir frá prinsinum Tamíno sem fer að leita að hinni fögru Pamínu og hann hefur með sér fuglaveiðarann Papagenó. En Næturdrottningin, móðir Pamínu, hefur áhrif á gang sögunnar. Þetta er hugljúft og skemmtilegt ævintýri. Bíómiðinn kostar kr. 3.690 og það þarf að greiða fyrirfram á reikning U3A því við borgum alla miðana samtímis.

Kt: 4304120430

reikningur: 301-26-011864.

Áður en við förum í bíó hittumst við á Kringlukránni kl. 15.30 og fáum okkur eitthvað snarl sem hver velur fyrir sig. Þá getum við spjallað eins og við gerum venjulega. Þar borgar einfaldlega hver fyrir sig.

Bíósæti hafa verið tekin frá til 30. maí þannig að vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst og greiðið, því við verðum á láta vita um endanlegan fjölda fyrir þann tíma. Látið endilega vita líka hvort þið ætlið að vera með í að hittast fyrir sýningu því þau taka frá borð fyrir okkur eftir fjölda.

Besta kveðja frá stýrihópi,

Ingibjörg Ásgeirsdóttir

ingasg@simnet.is

Sambíóin Kringlunni

Staðsetning

Sambíóin Kringlunni
Kringlan 4

Dagur

03.06.2023
Expired!
Uppbókað!

The event is finished.

Næsti viðburður


Warning: Undefined array key "display_credit_url" in /var/www/virtual/u3a.is/htdocs/wp-content/plugins/modern-events-calendar/app/libraries/skins.php on line 2352
Scroll to Top
Skip to content