Ingólfur Arnarson: Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi

Þriðjudaginn 24. janúar kynnir Árni Árnason bók sína: Ingólfur Arnarson: Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi.

Í bókinni eru teknar til rannsóknar tvær mikilvægar fullyrðingar í Íslandssögunni. Önnur er sú að Ingólfur Arnarson hafi sest að í Kvosinni í Reykjavík og þar sé höfuðból hans að finna. Hin er sú að Flóki Vilgerðarson eigi höfundarréttinn að nafni Íslands. Niðurstaða bókarhöfundar er sú að hvorug þessara fullyrðinga standist gagnrýna skoðun.

Árni Árnason er rekstrarhagfræðingur en tekst hér á við sagnfræðilegt rannsóknarefni. Hann lagðist í  mikla heimildavinnu við ritun bókarinnar og niðurstaða hans er að höfuðból Ingólfs hafi verið í Laugarnesi en ekki í Kvosinni. Engey, Viðey, Kleppur, Vatnsendi og Elliðavatn hafi tilheyrt höfuðbólinu.

Þá telur Árni margt benda til þess að nafn Íslands eigi sér gelískan uppruna, sem liggi hjá írskum einsetumönnum og munkum sem hér voru fyrir norrænt landnám. Nafnið sé samsett úr nafni Jesú á írsku (Ís(s)u) og orðinu land, Ís-land.

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031

Dagur

24.01.2023
Expired!

Tími

16:30

The event is finished.

Fyrirlesari

Scroll to Top
Skip to content