Námskeið til undirbúnings Tyrklandsferð

Ferðahópur U3A Reykjavík

Námskeið til undirbúnings Tyrklandsferð á vegum U3A og Söguferða í apríl 2024 verður í fjórum hlutum og hver þeirra einn til tveir klst. Námskeiðið er haldið í Hæðargarði 31 kl. 16:30 dagana: 18. janúar, 29. janúar, 1. febrúar og 8. febrúar. Fyrirlesari er Jón Björnsson sem einnig er leiðsögumaður í Tyrklandsferðinni. 

Í fyrsta hlutanum 18. janúar verður fjallað um Tyrkland almennt, borgina Istanbúl og merkisstaði í nágrenni hennar og elstu sögu Anatólíu/Litlu Asíu.

Í öðrum hluta 29. janúar verður fjallað um býsanska tímbilið 330 – 1453 þegar Konstantínópel var höfuðborg aust-rómverska ríkisins.

Þriðji hlutinn 1. febrúar hefst á því er Tyrkir/Osmanar hertaka Konstantínópel og gera hana að höfuðborg stórveldis Ottomana, og rekur söguna frá 1453 til nútímans.

Í fjórða hlutanum 8. febrúar verður sagt frá þeim helstu sögustöðum og mannvirkjum sem skoðuð verða;
svo sem Top Kapi, Hagia Sophia, Grand Bazar, Kappadókia o.f l.

með kveðju frá ferðanefnd

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031

Dagur

18.01.2024
Expired!

The event is finished.

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content