Mislingar
Þriðjudaginn 25. janúar kl. 16.30 flytur dr. Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur fyrirlestur um mislinga. Á 18, 19, og 20. öld ollu mislingar mörgum dauðsföllum, bæði meðal barna og fullorðinna. Erla Dóris fer yfir sögu þessa hættulega smitsjúkdóms sem í tveimur faröldrum á 19. öld kostuðu um þrjú þúsund manns á Íslandi lífið. Erla Dóris fer yfir sögu þessa faraldurs og baráttu yfirvalda til að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar eins og mislingar, bólusótt og kólera bærust til Íslands.
Mislingar eru veirusjúkdómur sem enn þann dag í dag getur dregið fólk til dauða.
Erla Dóris Halldórsdóttir lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Áður en hún hóf sagnfræðinámið hafði hún lokið prófi í hjúkrunarfræði frá Hjúkrunarskóla Íslands og sérmenntun í gjörgæsluhjúkrun frá háskólasjúkrahúsinu Haukeland í Björgvin í Noregi. Starfaði árum saman sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur og er nú aftur komin til starfa, á göngudeild fyrir covid-sjúklinga. Erla Dóris hefur nýlega gefið út bók um mislinga á Íslandi. Fjallað er um fjölda fólks sem varð mislingum að bráð og sagt er frá raunum og sorgum þeirra sem misstu börn sín, maka eða aðra ættingja af völdum veikinnar..
Staðsetning
Dagur
- 25.01.2022
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Erla Dóris Halldórsdóttirsagnfræðingur
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30