Menningarhópur heimsækir RÚV

Næsti viðburður Menningarhóps verður heimsókn til Ríkisútvarpsins.
Við erum boðin velkomin til þeirra miðvikudaginn 19. febrúar kl. 14.00. Þar söfnumst við saman í anddyri Útvarpshúss, Efstaleiti 1, þar sem Sigrún Hermannsdóttir tekur á móti okkur. Fáum síðan leiðsögn um húsið, kíkjum inn í fréttastúdíó útvarps og sjónvarps, heimsækjum útsendingu rásar eitt og truflum þul þar.
Förum síðan í aðalsjónvarpsver RÚV, stúdíó A og B, kynnumst leikmyndaverkstæði og búningageymslu, læðumst inn í útvarpsleikhúsið og að endingu fáum við innlit í hluta hinnar rómuðu „ Gullkistu“.
Eftir heimsóknina í RÚV förum við og fáum okkur kaffi saman á Sléttunni á Hrafnistu, Sléttuvegi 25, Reykjavík. Þar velur hver fyrir sig veitingar og greiðir, en þar verður tekið frá fyrir okkur borð.
Þá getum við rætt upplifun okkar í RÚV og hvað annað sem okkur dettur í hug.
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst svo við getum látið báða gestgjafana vita með nokkrum fyrirvara hve margir koma.
Fyrir hönd stýrihóps,
Ingibjörg Ásgeirsdóttir

Staðsetning
Dagur
- 19.02.2025
- Expired!
Tími
- 14:00
The event is finished.
Næsti viðburður
- Gefa af sér, vaxa saman: Jákvæð áhrif sjálfboðaliðastarfs á einstaklinga og samfélög.
-
Dagur
- 25 feb 2025
-
Tími
- 16:30