Matarsóun
Þriðjudaginn 10. maí kl. 16:30 mun Rakel Garðarsdóttir flytja erindi fyrir U3A félaga um matarsóun.
Á vefsíðu Umhverfisstofnunar kemur fram að vestræn lönd sóa gífurlegu magni matvæla á hverju ári sem hefðu hugsanlega geta brauðfætt milljónir manna. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna metur það sem svo að 1,3 milljón tonn af matvælum fari í ruslið á hverju ári. Semsagt um þriðjungur þess matar sem keyptur fer beint í ruslið.
Talið er að á Vesturlöndum hendi hver einstaklingur nýtanlegum mat að virði um 60.000 króna á ári. Í fjögurra manna fjölskyldu gerir það 240.000 krónur á ári. Hver vill ekki nýta þessar krónur í aðra hluti en til metanframleiðslu á urðunarstöðum?
Rakel Garðarsdóttir stofnaði Vakandi – samtök til að efla vitundarvakningu um matarsóun árið 2014. Hún hefur gefið út bók um málefnið, Vakandi Veröld, ásamt Margréti Marteinsdóttur og heimildamyndin UseLess sem hefur unnið til fjölda verðlauna.
Rakel fékk riddarakross fálkaorðunnar árið 2021 fyrir framlag til að efla vitund um matarsóun, betri nýtingu og umhverfismál.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 10.05.2022
- Expired!
Tími
- 16:30 - 18:00
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Rakel Garðarsdóttirframkvæmdastjóri
Næsti viðburður
- Íslendingasögur sem heimild um samfélagskerfi
-
Dagur
- 26 nóv 2024
-
Tími
- 16:30