Námskeið Jóns Björnssonar: Mappa mundi

Mánudaginn 4. desember kl. 16:30 kemur Jón Björnsson í Hæðargarð 31 með fyrri hluta námskeiðs og flytur erindi sem hann nefnir: Mappa mundi og ófreskjurnar úti við jaðra heimskringlunnar.
Þegar í fornöld reyndu fræðimenn að gera tvívíðar myndir af heiminum; löndunum, ströndunum, fjöllum og fljótum. En með þessu flaut eitt og annað sem ekki sést lengur á landakortum (eins og fuglinn Fönix, Edensgarður og Babelsturninn).
Þessi kort voru einna áreiðanlegust á menningarsvæðunum kringum Miðjarðarhafið, en úti við jaðra heimsins ríkti óvissa. Þar voru ævintýralegar og varasamar furðuskepnur á ferð eins og kentárar, einfótungar og hundshausamennirnir.
Jón Björnsson er sálfræðingur og rithöfundur og einn af stofnendum U3A Rreykjavík.

Staðsetning
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031Dagur
- 04.12.2023
Tími
- 16:30
-
00
dagar
-
00
klukkustundir
-
00
mínútur
-
00
sekúndur
Fyrirlesari
-
Jón Björnssonsálfræðingur og rithöfundur.
Næsti viðburður
- Jólafundur U3A Reykjavík 5. desember
-
Dagur
- 05 des 2023
-
Tími
- 15:00