Námskeið Jóns Björnssonar: Mappa mundi

Mánudaginn 4. desember kl. 16:30 kemur Jón Björnsson í Hæðargarð 31 með fyrri hluta námskeiðs og flytur erindi sem hann nefnir: Mappa mundi og ófreskjurnar úti við jaðra heimskringlunnar.
Þegar í fornöld reyndu fræðimenn að gera tvívíðar myndir af heiminum; löndunum, ströndunum, fjöllum og fljótum. En með þessu flaut eitt og annað sem ekki sést lengur á landakortum (eins og fuglinn Fönix, Edensgarður og Babelsturninn).
Þessi kort voru einna áreiðanlegust á menningarsvæðunum kringum Miðjarðarhafið, en úti við jaðra heimsins ríkti óvissa. Þar voru ævintýralegar og varasamar furðuskepnur á ferð eins og kentárar, einfótungar og hundshausamennirnir.
Jón Björnsson er sálfræðingur og rithöfundur og einn af stofnendum U3A Rreykjavík.

Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 04.12.2023
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Jón Björnssonsálfræðingur og rithöfundur.
Næsti viðburður
- Gamlir áhrifavaldar: Ari fróði, Konrad Maurer og Jónas frá Hriflu. Er unga fólkið að verða afhuga Íslendingasögunum?
-
Dagur
- 04 mar 2025
-
Tími
- 16:30