Mannerfðafræði rannsóknir og heilsa manna
Þriðjudaginn 31. janúar fjallar Unnur Þorsteinsdóttir erfðafræðingur um rannsóknir í mannerfðafræði með tilliti til heilsu manna.
Unnur Þorsteinsdóttir er forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Unnur lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1984 og diplómanámi í kennslufræði fyrir kennara í framhaldsskóla árið 1987. Hún lauk doktorsprófi í erfðafræði frá University of British Columbia árið 1997. Á árunum 1997-2000 var hún nýdoktor við Institut de Recherches Cliniques de Montreal í Kanada. Hún hefur starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 2000. Hún var verkefnastjóri í deild krabbameinsrannsókna 2000-2003, forstöðumaður erfðarannsókna 2003-2010. Unnur var framkvæmdastjóri rannsókna Íslenskrar erfðagreiningar frá 2010 og hefur sinnt erfðarannsóknum, m.a. tengdum hjarta og æðasjúkdómum, efnaskiptasjúkdómum og krabbameinum.
Samhliða starfi sínu hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur Unnur gegnt stöðu rannsóknarprófessors við Læknadeild Háskóla Íslands frá árinu 2007. Hún hefur átt sæti í fjölmörgum stjórnum og nefndum, þ. á m. fagráði Rannsóknarsjóðs í heilbrigðis- og lífvísindum 2002-2006, Vísinda- og tækniráði Íslands 2009-2012, stjórn Rannsóknarsjóðs RANNÍS á árunum 2004-2008 og 2012-2016 og var formaður stjórnar Markáætlunar á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar 2013. Unnur er einhver mikilvirkasti vísindamaður landsins og stendur að yfir 350 ritrýndum vísindagreinum. Þá hefur hún hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og rannsóknir og fékk m.a. riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag á vettvangi erfðarannsókna og vísinda árið 2017.
Í fyrirlestrinum mun Unnur fara yfir hvernig staðið er að mannerfðafræði rannsóknum hjá ÍE og hvernig niðurstöður slíkra rannsókna eru nýttar við greiningu og meðferð á sjúkdómum.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 31.01.2023
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Unnur ÞorsteinsdóttirForseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ
Næsti viðburður
- Heimsókn í Lyfjafræðistofnun og Ráðagerði
-
Dagur
- 23 sep 2024
-
Tími
- 11:00