Loftslagsbreytingar – aðgerðir og aðlögun

Loftslagsbreytingar eru umfjöllunarefni erindis Halldórs Þorgeirssonar út frá stöðu mála á Íslandi m.a. í ljósi nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (AR6-WG1) sem kom út í ágúst og upplýsinga frá  loftslagsráðstefnunni í Glasgow sem lýkur 12. nóvember.
Niðurstöður skýrslunnar eru afdráttarlausar um að loftslagsbreytingar eru að gerast og þær eru af mannavöldum. Verði ekki gripið til víðtæks og tafarlauss samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda mun að meðaltali hlýna meira en um 1,5°C og jafnvel 2,0°C á öldinni sem er yfir viðmiðum Parísarsamkomulagsins. Umfang hlýnunar er í beinu hlutfalli við uppsafnaða losun CO2. Því þarf að stöðva losun CO2 svo hlýnun jarðar stöðvist, auk þess sem draga þarf úr losun annarra gróðurhúsalofttegunda.

Draga þarf verulega úr losun til að ná viðmiðum samkomulagsins. Ýmsar raskanir munu verða á veðurlagi samfara hlýnun vegna áframhaldandi losunar; ákefð í aftakaveðri eykst, hitabylgjur, ofsarigningar, þurrkar og aukin hætta á hörmunugum vegna skógar- og gróðurelda.

Halldór er formaður Loftslagsráðs, skipaður af ráðherra án tilnefningar (sjá heimasíðu loftslagsráðs https://loftslagsrad.is). Hann hefur áratuga reynslu af stefnumörkun í loftslagsmálum, bæði sem skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu og sem yfirmaður hjá Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann hélt utan samninga um Parísarsamninginn. Áður var hann brautryðjandi í rannsóknum á kolefnisbúskap íslenskra skógarvistkerfa.

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031

Dagur

16.11.2021
Expired!

Tími

16:30

The event is finished.

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content