Lífsstílsheilsa/lífsstílssjúkdómar
Ingibjörg Ásgeirsdóttir: Lífsstílsheilsa/lífsstílssjúkdómar
Ingibjörg hefur undanfarið kynnt sér nýlegar hugmyndir lækna víða um heim sem aðhyllast það sem kallast á ensku functional medicine sem kannski mætti kalla starfræna eða heildstæða læknisfræði.
Þetta fólk leggur áherslu á að finna rót heilsuvandamála og meðhöndla hana en ekki bara einkenni sjúkdómsins. Það trúir því líka að sá lífsstíll sem við temjum okkur hafi mun meiri áhrif á heilsu okkar og lífslengd en áður hefur verið talið. Þessar hugmyndir hafa haft veruleg áhrif á heilsu Ingibjargar og því langar hana til að deila þeim með ykkur í von um að þær geti haft áhrif til góðs fyrir fleiri.
Varúð! Ingibjörg hefur enga formlega menntun eða reynslu á sviði heilsufræða og er eingöngu að segja frá áhugamáli sínu!
Allir eru velkomnir. Aðgangseyrir 500 kr. sem greiðist í reiðufé við innganginn
Staður og stund: Hæðargarður 31, kl. 16:30 þriðjudaginn 1. október
Skráning nauðsynleg

Staðsetning
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031Dagur
- 01.10.2019
- Expired!
Tími
- 16:30 - 18:00
Verð
- ISK500
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Ingibjörg Ásgeirsdóttir
Næsti viðburður
- Jólafundur U3A Reykjavík 5. desember
-
Dagur
- 05 des 2023
-
Tími
- 15:00