Lífríki jarðar í hættu!

Þriðjudaginn 18. apríl flytja Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og náttúruverndarsinni erindi undir yfirskriftinni: Lífríki jarðar í hættu! Viðburðurinn er að frumkvæði umhverfishópsins.
Snorri nefnir erindi sitt: Hvað gerðist á COP-15 og hvað þýðir það fyrir Ísland? Hann greinir frá helstu niðurstöðum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var Montreol í Kanada í desember 2022. Þar komu saman fulltrúar frá hátt á annað hundrað þjóðum og þar skuldbundu þjóðir sig til að vernda 30% af þurru landi og sjó.
Kristín Helga nefnir sitt erindi: Féþúfan Ísland: náttúrusala og neysluskipti. Hún bregst við erindi Snorra og hugleiðir stöðuna á Íslandi.
Snorri Sigurðsson er með doktorspróf í líffræði, hann er sviðsstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Kristín Helga Gunnarsdóttir er rithöfundur og náttúruverndarsinni. Hún er í stjórn Landverndar.

Staðsetning
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031Dagur
- 18.04.2023
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesarar
-
Kristín Helga Gunnarsdóttirrithöfundur
-
Snorri Sigurðssonlíffræðingur
Sviðsstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Næsti viðburður
- Ullarævintýri – vorferð U3A Reykjavík 7. júní
-
Dagur
- 07 jún 2023
Warning: Undefined array key "display_credit_url" in /var/www/virtual/u3a.is/htdocs/wp-content/plugins/modern-events-calendar/app/libraries/skins.php on line 2352