Land næturinnar og ævintýri Þorgerðar Þorsteinsdóttur
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 kl. 16:30 flytur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur fyrirlestur um bókina Land næturinnar og ævintýri Þorgerðar Þorsteinsdóttur.
LAND NÆTURINNAR er áhrifamikil og spennandi skáldsaga sem hefst þar sem þræðinum sleppti í fyrri bókinni um Þorgerði, UNDIR YGGDRASIL, en fyrir hana var Vilborg Davíðsdóttir tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2021. Hér leiðir hún lesendur enn í ævintýraför og opnar nýja sýn á slóðir víkinga í Austur-Evrópu. Vilborg er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir LAND NÆTURINNAR.
Þorgerður Þorsteinsdóttir hefur lifað mikinn harm heima á Íslandi og heldur til Noregs þar sem örlögin leiða hana í faðm skinnakaupmannsins Herjólfs Eyvindarsonar. Saman halda þau til Garðaríkis, á fund væringja sem sigla suður Dnépurfljót og yfir Svartahaf með ambáttir og loðfeldi á markað í Miklagarði. Í landi næturinnar bíða þeirra launráð og lífsháski. Á augabragði er Þorgerður orðin ein meðal óvina og kemst að því að stundum kostar það meira hugrekki að lifa en deyja.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 06.02.2024
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Vilborg DavíðsdóttirRithöfundur
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30