Kynning á tveimur ferðahugmyndum hjá U3A Reykjavík
Fimmtudaginn 1. júní kynna Jón Björnsson og Þorleifur Friðriksson tvær ferðir sem áhugi hefur verið á í félaginu. Fundurinn verður í Hæðargarði 31 kl. 16:30.
Annars vegar er um að ræða ferð á Gyðingaslóðir sem var áætlað að fara í kjölfar námskeiðs sem Jón Björnsson hélt fyrir okkur vorið 2022. Hætt var við þá ferð vegna stríðsins í Úkraínu. En nú væri hægt að fara í ferð til Berlínar – Prag – Krakov og heimsækja slóðir Gyðinga þar. Hins vegar er ferð til Istanbul -Ankara – Konya sem hefur verið rædd í félaginu sem áhugaverður ferðamöguleiki.
Fundurinn er ætlaður til að kynna þessar ferðahugmyndir og kann hvort áhugi er fyrir því að efna til þessara ferða og þá einnig að ræða hvenær farið yrði, haust 2023 eða vor 2024.
Ef af verður rifjum við upp efni námskeiðsins: Gyðingar, siðir, saga og menning og/eða kynnum ferðina til Istanbul áður en haldið er á þær slóðir.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 01.06.2023
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesarar
-
Jón Björnssonsálfræðingur og rithöfundur.
-
Þorleifur Friðrikssonsagnfræðingur
Þorleifur Friðriksson hefur lungan úr starfsævi sinni sýslað við sagnfræði og kennslu auk þess sem hann hefur um árabil rekið Söguferðir ehf, ferðaskrifstofu fyrir forvitna.
Næsti viðburður
- Heimsókn í Lyfjafræðistofnun og Ráðagerði
-
Dagur
- 23 sep 2024
-
Tími
- 11:00