Hyndla ehf – ræktun stórþörunga

Þriðjudaginn 8. febrúar kl. 16.30 flytur Guðrún Hallgrímsdóttir fyrirlestur um ræktun stórþörunga í borholusjó og fyrirtækið Hyndlu. Hún mun gera grein fyrir hlutverki þörunga í náttúrunni við að viðhalda lífi á jörðinni og þjónustu sem þeir veita lífríkinu. Hún mun skýra frá innihaldi næringarefna og ýmissa eftirsóttra efna fyrir hvers kyns matvæla- efna- og lyfjaiðnað. Guðrún mun einnig segja frá sprotafyrirtækinu Hyndlu sem hún við þriðja mann stofnaði árið 2017 með það að markmiði að þróa ræktunarkerfi til inniræktunar stórþörunga í borholusjó og koma þannig í veg fyrir röskun lífsnauðsynlegra lífkerfa.

Guðrún er matvælaverkfræðingur að mennt með víðtæka reynslu úr matvælaiðnaði, Hún hefur unnið við matvælaeftirlit og gæðastjórnun í sjávarútvegi, vottun lífrænna afurða og sjálfbærra fiskveiða auk þess að hafa unnið hjá SÞ í Vínarborg. Hún hefur stundað kennslu á öllum skólastigum, fjallað um íslenska matarhefð, rannsakað nýtingu þörunga til manneldis og haldið fyrirlestra og skrifað greinar um nýtingu þeirra.

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031

Dagur

08.02.2022
Expired!

Tími

16:30

The event is finished.

Fyrirlesari

Scroll to Top
Skip to content