Hyndla ehf – ræktun stórþörunga
Þriðjudaginn 8. febrúar kl. 16.30 flytur Guðrún Hallgrímsdóttir fyrirlestur um ræktun stórþörunga í borholusjó og fyrirtækið Hyndlu. Hún mun gera grein fyrir hlutverki þörunga í náttúrunni við að viðhalda lífi á jörðinni og þjónustu sem þeir veita lífríkinu. Hún mun skýra frá innihaldi næringarefna og ýmissa eftirsóttra efna fyrir hvers kyns matvæla- efna- og lyfjaiðnað. Guðrún mun einnig segja frá sprotafyrirtækinu Hyndlu sem hún við þriðja mann stofnaði árið 2017 með það að markmiði að þróa ræktunarkerfi til inniræktunar stórþörunga í borholusjó og koma þannig í veg fyrir röskun lífsnauðsynlegra lífkerfa.
Guðrún er matvælaverkfræðingur að mennt með víðtæka reynslu úr matvælaiðnaði, Hún hefur unnið við matvælaeftirlit og gæðastjórnun í sjávarútvegi, vottun lífrænna afurða og sjálfbærra fiskveiða auk þess að hafa unnið hjá SÞ í Vínarborg. Hún hefur stundað kennslu á öllum skólastigum, fjallað um íslenska matarhefð, rannsakað nýtingu þörunga til manneldis og haldið fyrirlestra og skrifað greinar um nýtingu þeirra.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 08.02.2022
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Guðrún Hallgrímsdóttirmatvælaverkfræðingur
Næsti viðburður
- Íslendingasögur sem heimild um samfélagskerfi
-
Dagur
- 26 nóv 2024
-
Tími
- 16:30