Kvennaverkfall 24. október

Stjórn U3A Reykjavík sem skipuð er sex konum hefur ákveðið að taka þátt í kvennaverkfalli þriðjudaginn 24. október. Því verður enginn fyrirlestur í Hæðargarði á vegum U3A Reykjavík þann dag.

Frá 1975 hafa konur lagt niður störf sín sex sinnum til að mótmæla kynbundnu misrétti. Nú er kominn tími á sjöunda skiptið segir á heimasíðunni kvennafrí.is

Þar segir einnig: Öll sem geta eiga að leggja niður störf; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim eða vin til að standa vaktina. Konur og kvár sleppa þá öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu.

Við hvetjum konur til að taka þátt í útifundi á Arnarhóli kl. 14:00 24. október.

 

Dagur

24.10.2023
Expired!

Tími

11:00 - 12:30

The event is finished.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content