Konurnar á Eyrarbakka
Jónína Óskarsdóttir kemur í Hæðargarð 31 þriðjudaginn 7. nóvember og kynnir bók sína: Konurnar á Eyrarbakka
Hún segir um efni bókarinnar:
Undanfarinn áratug hef ég tekið viðtöl fyrir bók sem hefur borðið vinnuheitið Konurnar á Eyrarbakka. Verkið er nú í lokaferli og bókin að koma út. Ástæða þess að ég er að draga fram sögu kvenna er að framhjá henni hefur verið gengið lengi en mér finnst skipta máli að hún varðveitist í sem flestum myndum.
Með bókinni Konurnar á Eyrarbakka er ég að skila áfram verki sem byggist á sagnagleði móður minnar sem ólst upp á Eyrarbakka hjá ömmu sinni og afa. Upphaflega hafði ég samband við konur eða ættingja kvenna sem mamma mín
hafði sagt mér frá sem síðan bentu á aðrar og svo koll af kolli.
Ég setti mér það markmið með viðtölunum að fá sem besta sýn yfir líf kvennanna sem um ræðir og ekki trufla þeirra frásögn með störfum eiginmanna og feðra. Viðtölin eru bæði við konur og karla en um konur. Í frásögnunum reyndi ég að halda talsmáta kvennanna sem mest og best og er sjálf sem ósýnilegust í textanum.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 07.11.2023
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Jónína Óskarsdóttirhöfundur
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30