Kolviður! Hvað er nú það?
Þriðjudaginn 15. október kemur Reynir Kristinsson, formaður stjórnar Kolviðar og kynnir okkur markmið og verkefni Kolviðar.
Kolviður er sjóður sem miðar að því að gera almenningi kleift að jafna kolefnislosun sína vegna samgangna (ökutækja og flugferða), með því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi. Tilgangurinn er að hjálpa til við að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti.
Stofnaðilar Kolviðar eru Skógræktarfélag Íslands og Landvernd. Á vegum Kolviðar hefur verið unnið að gróðursetningu á Geitasandi og Úlfljótsvatni og næstu verkefni eru við Skálholti og á Mosfellsheiði.
Einstaklingar og fyrirtæki hafa gert samninga við Kolvið um kolefnisjöfnun. Á meðal fyrirtækja eru verslanir, bankar og þjónustufyrirtæki sem við eigum öll viðskipti við. Nýlega bauð Air Iceland Connect viðskiptavinum sínum að taka þátt í kolefnisjöfnun flugs innanlands sem er á margan hátt mjög auðveld leið til að taka þátt.
Allir eru velkomnir. Aðgangseyrir 500 kr. sem greiðist í reiðufé við innganginn
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 15.10.2019
- Expired!
Tími
- 16:30 - 18:00
Verð
- ISK500
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Reynir KristinssonRáðgjafi
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30