Kaupmannahöfn séð með augum Íslendings
Þriðjudaginn 4. maí fjallar Borgþór Arngrímsson um Kaupmannahöfn. Hann bjó í 11 ár í Kaupmannahöfn, fyrst um þriggja ára skeið fyrir 40 árum og síðan í átta ár frá 2010. Miklar breytingar hafa orðið á dönsku samfélagi á þessum tíma, og Kaupmannahöfn er gjörbreytt. Borgþór ætlar að spjalla vítt og breytt um Kaupmannahöfn og danskt samfélag á tímum örra breytinga.
Borgþór er fréttamaður og sinnti því starfi fyrir Ríkisútvarpið meðan hann bjó í Kaupmannahöfn árin 2010-2018 og þar á undan var hann um 11 ára skeið fréttamaður hjá Fréttastofu Sjónvarps.
Staðsetning
Dagur
- 04.05.2021
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Borgþór ArngrímssonFréttaritari
Næsti viðburður
- Vindorkuver – áhrif á umhverfi og samfélag.
-
Dagur
- 14 jan 2025
-
Tími
- 16:30