Jólafundur U3A Reykjavík 5. desember

Jólafundur U3A Reykjavík verður haldinn 5. desember kl. 15:00 í sal á veitingastaðnum Nauthól.

Samkvæmt venju á jólafundi fáum við kaffi og meðlæti og það verður tími fyrir samveru og spjall.

Jón Björnsson flytur erindi sem hann nefnir: Jólamynd Memlings og vitringarnir þrír.

Hver var þessi Memling og hvaða orð fer af honum?

Hverra manna voru vitringarnir og hvar eru þeir núna?

Hvað komu þeir drottningunni af Saba við og hvernig Friðriki Barbarossa? Var Heródes sá óþverri sem sagt er?

Jón Björnsson er sálfræðingur og rithöfundur og einn af stofnendum U3A Reykjavík.

Aðgangseyrir er kr.3.600.- sem greiðist inn á reikning U3A Reykjavík,
kt: 430412-0430
reikn: 0301-26-011864.
Vinsamlegast merkið greiðsluna með kennitölu greiðanda.

með kveðju frá stjórn

U3A Reykjavík

Nauthóll

Staðsetning

Nauthóll
Nauthólsvegur 106, 101 Reykjavík
Website
https://www.nautholl.is/

Dagur

05.12.2023
Expired!

Tími

15:00
Uppbókað!

The event is finished.

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content